Fróðleiksmolar úr Andvara

Æviágrip merkismanna

Aðalefni Andvara hefur jafnan verið æviágrip einhvers merkismanns og hefur í ritinu verið fjallað um helstu forustumenn þjóðarinnar á ýmsum sviðum, stjórnmálaleiðtoga, menningarfrömuði, lækna, presta, listamenn og félagsmálaforkólfa. Út hefur verið gefin Efnisskrá sem telur efni ritsins frá því það kom fyrst út, 1874 til 1975, að því ári meðtöldu. Æviágrip í Andvara frá 1976 hafa verið þessi, talin í stafrófsröð þeirra sem um er fjallað. Nefndir eru höfundar greina og útgáfuár:

  • Anna Sigurðardóttir stofnandi Kvennasögusafns Íslands (Sigríður Th. Erlendsdóttir, 2000)
  • Auður Auðuns alþingismaður og ráðherra (Björg Einarsdóttir, 2004)
  • Ármann Snævarr prófessor og háskólarektor (Páll Sigurðsson, 2018)
  • Árni Friðriksson fiskifræðingur (Jón Jónsson fiskifr., 1980)
  • Ásmundur Guðmundsson biskup (sr. Gunnar Árnason, 1982)
  • Bjarni Bjarnason skólastjóri á Laugarvatni (Kristinn Kristmundsson, 2008)
  • Björn Ólafsson ráðherra (Hannes Hólmsteinn Gissurarson, 2010)
  • Björn Sigurðsson læknir á Keldum (Halldór Þormar, 1991)
  • Björn Þorsteinsson sagnfræðingur (Gunnar F. Guðmundsson, 2017)
  • Broddi Jóhannesson skólastjóri (Þórólfur Þórlindsson, 2020)
  • Brynjólfur Bjarnason alþingismaður og ráðherra (Einar Ólafsson, 1996)
  • Egill Gr. Thorarensen kaupfélagsstjóri (Guðmundur Daníelsson, 1977)
  • Einar Olgeirsson alþingismaður (Sigurður Ragnarsson, 2002)
  • Einar Ól. Sveinsson prófessor (Vésteinn Ólason, 1999)
  • Eysteinn Jónsson ráðherra (Ingvar Gíslason, 2006)
  • Geir Hallgrímsson forsætisráðherra (Davíð Oddsson, 1994)
  • Guðrún Helgadóttir rithöfundur (Sigþrúður Gunnarsdóttir, 2023)
  • Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra (Gunnar G. Schram, 1986)
  • Gylfi Þ. Gíslason ráðherra (Sigurður E. Guðmundsson, 2009)
  • Hannibal Valdimarsson alþingismaður og ráðherra (Sigurður Pétursson, 2003)
  • Hermann Jónasson forsætisráðherra (Halldór Kristjánsson, 1978)
  • Hermann Pálsson, prófessor (Torfi H. Tulinius, 2021)
  • Jakob Benediktsson orðabókarritstjóri (Guðrún Kvaran, 2011)
  • Jón Helgason prófessor (Ólafur Halldórsson, 1997)
  • Jón Leifs tónskáld (Hjálmar H. Ragnarsson, 1990)
  • Katrín Thoroddsen læknir (Kristín Ástgeirsdóttir, 2007)
  • Kristján Eldjárn forseti Íslands (Bjarni Vilhjálmsson, 1983)
  • Lúðvík Jósefsson alþingismaður og ráðherra (Svavar Gestsson, 2014)
  • Ólafur Björnsson prófessor og alþingismaður (Hannes Hólmsteinn Gissurarson, 2016)
  • Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra (Ingvar Gíslason, 1987)
  • Páll Ísólfsson tónskáld (Jón Þórarinsson, 1979)
  • Pálmi Jónsson kaupmaður í Hagkaup (Hannes Hólmsteinn Gissurarson, 1993)
  • Pétur Benediktsson sendiherra og bankastjóri (Jakob F. Ásgeirsson, 1988)
  • Pétur Sigurgeirsson biskup (Hjalti Hugason, 2019)
  • Ragnhildur Helgadóttir (Ragnheiður Kristjánsdóttir og Rósa Magnúsdóttir, 2024)
  • Rannveig Þorsteinsdóttir alþingismaður (Sigrún Magnúsdóttir, 2015)
  • Róbert Abraham Ottósson tónlistarmaður (Árni Heimir Ingólfsson, 2012)
  • Sigurður Guðmundsson skólameistari (Guðmundur Arnlaugsson, 1992)
  • Sigurður Nordal prófessor (Finnbogi Guðmundsson, 1976)
  • Séra Sigurður Pálsson vígslubiskup (Gunnlaugur A. Jónsson, 1998)
  • Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur (Sigurður Steinþórsson, 1985)
  • Snorri Hallgrímsson læknir (Árni Björnsson, 2001)
  • Svava Jakobsdóttir rithöfundur (Birna Bjarnadóttir, 2022) 
  • Vilhjálmur Þór ráðherra og bankastjóri (Jón Sigurðsson, 2013)
  • Vilmundur Jónsson landlæknir (Benedikt Tómasson, 1984)
  • Þorbjörn Sigurgeirsson eðlisfræðingur (Páll Theódórsson, 1989)
  • Þorsteinn Ö. Stephensen leikari (Jón Viðar Jónsson, 1995)
  • Þórarinn Björnsson skólameistari (Tryggvi Gíslason, 2005)
  • Þórbergur Þórðarson rithöfundur (Sigfús Daðason, 1981)