Fréttir
Almanak 2007 er komið út
Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags fyrir árið 2007 er komið út. Þetta er 133. árgangur sem gefinn er út í 1700 eintökum. Almanakinu fylgir Árbók Íslands 2005 í samantekt Heimis Þorleifssonar.
Umsjónarmaður Almanaksins er Jóhannes Halldórsson, dreifingu annast Sögufélag, Fischersundi 3 og prentun fór fram í Prentsmiðjunni Odda hf.