Fréttir

Samkomulag milli Hins íslenska þjóðvinafélags og Háskóla Íslands

Hinn 6. nóvember 2018 undirrituðu rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, og forseti Hins íslenska þjóðvinafélags, Guðrún Kvaran, samkomulag um skiptingu kostnaðar við útgáfu tveggja rita, Almanaks Háskóla Íslands og Almanaks Hins íslenska þjóðvinafélags.        

Lesa meira
Forsida-Andvara-2018

Andvari 2018 kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Ritstjóri er Gunnar Stefánsson. Aðalgrein Andvara 2018 er æviágrip Ármanns Snævarr, lagaprófessors og rektors Háskóla Íslands 1960-1969. Höfundur er Páll Sigurðsson, prófessor emeritus við lagadeild HÍ. Ármann var einn helsti lagamaður þjóðarinnar á sinni tíð. Hann ritaði margt um fræðigrein sína og var um skeið hæstaréttardómari. Þá sat hann í mörgum stjórnum og ráðum á sviðum fræða og menningarmála.

Lesa meira
Forsíða Andvara 2017

Andvari 2017 kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Aðalgrein Andvara 2017 fjallar um Björn Þorsteinsson sagnfræðing og er hún samin af  Gunnari F. Guð­munds­syni sagnfræðingi. Björn var tímamótamaður í fræðigrein sinni á Íslandi, nálgaðist sögu þjóðarinnar með öðrum hætti en fyrri fræðimenn, út frá þjóðfélagsþróun fremur en ævisögum einstakra forustumanna. Einkum fjallaði hann um sögu fyrri alda og ekki síst erlend áhrif á Ísland. „Enska öldin“ nefnist eitt helsta rit hans og fyrir það varð hann doktor frá Háskóla Íslands.

Lesa meira
Andvari 2016

Andvari 2016 kominn út

Aðalgreinin er æviágrip Ólafs Björnssonar, prófessors og alþingismanns, eftir Hannes Hólmstein Gissurarson.  Ólafur var lengi prófessor við viðskiptadeild Háskóla Íslands og einn fremsti hagfræðingur sinnar samtíðar í landinu. Hann var einnig áhrifamikill í stjórnmálum um skeið. 

Lesa meira
Styttur af Ingibjörgu H. Bjarnason og Jóni Sigurðssyni

Nýr vefur Hins íslenska þjóðvinafélags á sumardaginn fyrsta

Vefur Hins íslenska þjóðvinafélags hefur fengið nýtt útlit og er formlega tekinn í notkun í dag, 21. apríl 2016, á sumardaginn fyrsta. Í dag er einnig haldin Hátíð Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn en Jón Sigurðsson var fyrsti forseti Hins íslenska þjóðvinafélags.

Lesa meira
Andvari 2015

Andvari 2015 kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Þetta er 140. árgangur ritsins, hinn fimmtugasti og sjöundi í nýjum flokki. Ritstjóri er Gunnar Stefánsson.  Aðalgrein  Andvara að þessu sinni er æviþáttur um Rannveigu Þorsteinsdóttur, alþingismann og lögfræðing, eftir Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfisráðherra. Rannveig var meðal fyrstu kvenna á Alþingi, sat þar 1948–53.

Lesa meira
Andvari 2014

Andvari 2014 kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Þetta er 139. árgangur, sá 56. í nýjum flokki.

Lesa meira

Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags 2014

Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags var haldinn í Alþingishúsinu, fundarsal Alþingis, fimmtudaginn 9. október 2014. Hið íslenska þjóðvinafélag var stofnað af alþingismönnum 19. ágúst 1871. Í lögum félagsins er það ákvæði að aðalfundir þess skuli haldnir á Alþingi annað hvert ár. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, setti fundinn og stjórnaði honum. Guðbjartur Hannesson alþingismaður var fundarritari.

Lesa meira

Andvari 2013 kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Þetta er 138. árgangur ritsins, hinn fimmtugasti og fimmti í nýjum flokki.

Lesa meira

Andvari 2012 kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Þetta er 137. árgangur ritsins, hinn fimmtugasti og fjórði í nýjum flokki.

Lesa meira

Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags 2011

Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags var haldinn í Alþingishúsinu, fundarsal Alþingis, miðvikudaginn 7. desember 2011. Fundardaginn bar upp á dánardag Jóns Sigurðssonar forseta.

Lesa meira

Almanak 2012 er komið út

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags um árið 2012, 138. árgangur, er komið út. Þorsteinn Sæmundsson Ph. D. og Gunnlaugur Björnsson hafa samið og reiknað almanakið. Í því er m.a. að finna dagatal með upplýsingum um gang himintungla, messur kirkjuársins, sjávarföll, hnattstöðu Íslands o.fl. Almanakinu fylgir Árbók Íslands 2010 í samantekt Heimis Þorleifssonar. Í Árbók Íslands er fróðleikur um árferði, atvinnuvegi, stjórnmál, úrslit Íslandsmóta, náttúruhamfarir, slys, mannalát, verklegar framkvæmdir, vísitölur, verðlag o.s. frv. Í ritinu er fjöldi mynda.

Lesa meira

Andvari 2011 er kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er nýkominn út. Þetta er seinna hefti 136. árgangs, hins fimmtugasta og þriðja í nýjum flokki. Í vor kom út sérstakt hefti ritsins, helgað tvö hundruð ára afmæli Jóns Sigurðssonar, sem var fyrsti forseti Þjóðvinafélagsins.

Lesa meira

Andvari um Jón Sigurðsson

Út er komið hefti af Andvara, riti Hins íslenska þjóðvinafélags, sem helgað er Jóni Sigurðssyni í tilefni af tveggja alda afmæli hans 17. júní. Jón var fyrsti forseti félagsins, frá 1871-79. Félagið var stofnað sem samtök fylgismanna Jóns í stjórnarskrármálinu. Andvari var í upphafi málgagn hans, tók við af Nýjum félagsritum, og þar birti forsetinn síðustu stjórnmálaritgerðir sínar.

Lesa meira

Andvari 2010 er kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Þetta er 135. árgangur, fimmtugasti og annar í nýjum flokki.

Lesa meira

Almanak 2011 er komið út


Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags er aðgengileg handbók um íslensk málefni. Í almanakinu sjálfu er m.a. að finna dagatal með upplýsingum um gang himintungla, messur kirkjuársins, sjávarföll, hnattstöðu Íslands o. fl. Í Árbók Íslands er fróðleikur um árferði, atvinnuvegi, stjórnmál, úrslit Íslandsmóta, náttúruhamfarir, slys, mannalát, verklegar framkvæmdir, vísitölur, verðlag o. s. frv. Fjöldi mynda er í ritinu.

Lesa meira

Almanak 2010 er komið út

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags um árið 2010, 136. árgangur, er komið út. Þorsteinn Sæmundsson Ph. D. hefur samið og reiknað almanakið. Í því er m.a. að finna dagatal með upplýsingum um gang himintungla, messur kirkjuársins, sjávarföll, hnattstöðu Íslands o.fl. Almanakinu fylgir Árbók Íslands 2008 í samantekt Heimis Þorleifssonar. Í Árbók Íslands er fróðleikur um árferði, atvinnuvegi, stjórnmál, úrslit Íslandsmóta, náttúruhamfarir, slys, mannalát, verklegar framkvæmdir, vísitölur, verðlag o.s.frv. Í ritinu er fjöldi mynda.

Lesa meira

Andvari 2009 er kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Þetta er 134. árgangur, fimmtugasti og fyrsti í nýjum flokki.

Lesa meira

Almanak 2009 er komið út

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags fyrir árið 2009, 135. árgangur, er komið út. Í almanakinu sjálfu er m.a. að finna dagatal með upplýsingum um gang himintungla, messur kirkjuársins, sjávarföll, hnattstöðu Íslands o.fl. Almanakinu fylgir Árbók Íslands 2007 í samantekt Heimis Þorleifssonar. Í Árbók Íslands er fróðleikur um árferði, atvinnuvegi, stjórnmál, úrslit Íslandsmóta, náttúruhamfarir, slys, mannalát, verklegar framkvæmdir, vísitölur, verðlag o.s.frv. Í ritinu, sem er 221 bls, er fjöldi mynda.
Umsjónarmaður Almanaksins er Jóhannes Halldórsson. Almanak 2009 er 221 bls. dreifingu annast Sögufélag, Fischersundi 3 og prentun fór fram í Prentsmiðjunni Odda hf. ISSN: 1670-2247.

Lesa meira

Andvari 2008 er kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Þetta er 133. árgangur, hinn fimmtugasti í nýjum flokki.

Lesa meira