Fréttir

10.5.2024 : Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags haldinn í Alþingishúsinu 7. desember 2023

Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags var haldinn í Alþingishúsinu, fundarsal Alþingis, fimmtudaginn 7. desember 2023. Félagið er eina félagið sem heldur aðalfund sinn í sal Alþingis og helgast það af sögu þess og tilgangi. Félagið var stofnað af alþingismönnum 19. ágúst 1871. Í lögum félagsins er það ákvæði að aðalfundir þess skuli haldnir á Alþingi annað hvert ár.

Lesa meira

3.4.2024 : Andvari 2024 kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Aðalgrein Andvara 2024 er æviágrip Ragnhildar Helgadóttur fv. ráðherra eftir sagnfræðingana Rósu Magnúsdóttur og Ragnheiði Kristjánsdóttur. 

Lesa meira

17.1.2024 : Almanak 2024 komið út

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags 2024 ásamt árbók 2022 er komið út. Um nokkur tímamót er að ræða en þetta er 150. skiptið sem ritið er gefið út.

Lesa meira

30.3.2023 : Andvari 2023 kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Aðalgrein Andvara 2023 er æviágrip Guðrúnar Helgadóttur alþingismanns og rithöfundar. Sigþrúður Gunnarsdóttir bókmenntafræðingur og framkvæmdastjóri Forlagsins ritar.

Lesa meira