Fréttir

Forsíða Andvara 2024 Ragnhildur Helgadóttir

Andvari 2024 kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Aðalgrein Andvara 2024 er æviágrip Ragnhildar Helgadóttur fv. ráðherra eftir sagnfræðingana Rósu Magnúsdóttur og Ragnheiði Kristjánsdóttur. 

Lesa meira
Forsíða almanaks Þjóðvinafélagsins 2024

Almanak 2024 komið út

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags 2024 ásamt árbók 2022 er komið út. Um nokkur tímamót er að ræða en þetta er 150. skiptið sem ritið er gefið út.

Lesa meira
Forsíða Andvara 2023

Andvari 2023 kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Aðalgrein Andvara 2023 er æviágrip Guðrúnar Helgadóttur alþingismanns og rithöfundar. Sigþrúður Gunnarsdóttir bókmenntafræðingur og framkvæmdastjóri Forlagsins ritar.

Lesa meira

Vegleg bókagjöf

Í desember 2022 hafði Skúli Jónsson viðskiptafræðingur samband við Guðrúnu Kvaran, forseta Hins íslenska þjóðvinafélags, og bauð félaginu fyrir hönd móður sinnar, Ingu Gröndal, Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags að gjöf. Þetta eru árin 1900 til 2005, fagurlega innbundin í skinn af Jóni Antoni Skúlasyni verkfræðingi (1916–2007), fyrrum póst- og símamálastjóra, föður Skúla.

Lesa meira

Afmælismálþing um framtíðina

Í tilefni af því að Hið íslenska þjóðvinafélag átti 150 ára afmæli árið 2021 ákvað stjórn félagsins að halda málþing undir yfirskriftinni Bjartsýnisspá fyrir árið 2071. Þingið verður í Grósku í Vatnsmýri, Bjargargötu 1, 102 Reykjavík, laugardaginn 1. október kl. 14:00–16:15.

Lesa meira
Andvari 2022 forsíða

Andvari 2022 kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Aðalgrein Andvara 2022 er æviágrip Svövu Jakobsdóttur rithöfundar og alþingismanns. Höfundur er Birna Bjarnadóttir, rannsóknalektor við Háskóla Íslands. Birna fjallar þar um bernsku og æsku Svövu á Íslandi og í Vesturheimi, ferðalag hennar á höfundarbrautina, helstu höfundareinkenni og þjóðmálastarf.

Lesa meira

Hið íslenska þjóðvinafélag 150 ára

Hið íslenska þjóðvinafélag er 150 var stofnað árið 1871 af 17 alþingismönnum og var markmið þess í upphafi að halda uppi réttindum Íslendinga, efla samheldni og stuðla að framförum lands og þjóðar á sem flestum sviðum. Fyrsti fundur félagsins var haldinn laugardaginn 19. ágúst 1871 þar sem Jón Sigurðsson var kjörinn fyrsti forseti þess, lög félagsins samþykkt og því valið heiti.

Lesa meira
Andvari 2021

Andvari 2021 kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út.

Aðalgrein Andvara 2021 er æviágrip Hermanns Pálssonar prófessors í Edinborg. Höfundur er Torfi H. Tulinius, prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Torfi fjallar þar rækilega um helstu verk Hermanns á sviði norrænna fræða en hann var mikilvirkur fræðimaður og þýðandi.

Lesa meira

Andvari 2020 kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Ritstjóri er Ármann Jakobsson. Aðalgrein Andvara 2020 er æviágrip Brodda Jóhannessonar skólastjóra. Höfundur er Þórólfur Þórlindsson, prófessor emeritus við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Þórólfur fjallar þar rækilega um hugmyndir Brodda og samhengi þeirra.

Lesa meira
Andvari2019

Andvari 2019 kominn út

Andvari, ársrit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Aðalgreinin að þessu sinni fjallar um séra Pétur Sigurgeirsson biskup. Höfundur hennar er Hjalti Hugason prófessor.

Lesa meira

Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags 2019

Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags var haldinn í Alþingishúsinu, fundarsal Alþingis, þriðjudaginn 24. september 2019. Félagið er eina félagið sem heldur aðalfund sinn í sal Alþingis og helgast það af sögu þess og tilgangi. Félagið var stofnað af alþingismönnum 19. ágúst 1871. Í lögum félagsins er það ákvæði að aðalfundir þess skuli haldnir á Alþingi annað hvert ár.

Lesa meira

Samkomulag milli Hins íslenska þjóðvinafélags og Háskóla Íslands

Hinn 6. nóvember 2018 undirrituðu rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, og forseti Hins íslenska þjóðvinafélags, Guðrún Kvaran, samkomulag um skiptingu kostnaðar við útgáfu tveggja rita, Almanaks Háskóla Íslands og Almanaks Hins íslenska þjóðvinafélags.    

Lesa meira
Forsida-Andvara-2018

Andvari 2018 kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Ritstjóri er Gunnar Stefánsson. Aðalgrein Andvara 2018 er æviágrip Ármanns Snævarr, lagaprófessors og rektors Háskóla Íslands 1960-1969. Höfundur er Páll Sigurðsson, prófessor emeritus við lagadeild HÍ. Ármann var einn helsti lagamaður þjóðarinnar á sinni tíð.

Lesa meira
Forsíða Andvara 2017

Andvari 2017 kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Aðalgrein Andvara 2017 fjallar um Björn Þorsteinsson sagnfræðing og er hún samin af  Gunnari F. Guð­munds­syni sagnfræðingi. Björn var tímamótamaður í fræðigrein sinni á Íslandi, nálgaðist sögu þjóðarinnar með öðrum hætti en fyrri fræðimenn, út frá þjóðfélagsþróun fremur en ævisögum einstakra forustumanna.

Lesa meira
Andvari 2016

Andvari 2016 kominn út

Andvari 2016 er kominn út. Aðalgreinin er æviágrip Ólafs Björnssonar, prófessors og alþingismanns, eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Ólafur var lengi prófessor við viðskiptadeild Háskóla Íslands og einn fremsti hagfræðingur sinnar samtíðar í landinu. Hann var einnig áhrifamikill í stjórnmálum um skeið.  Lesa meira
Styttur af Ingibjörgu H. Bjarnason og Jóni Sigurðssyni

Nýr vefur Hins íslenska þjóðvinafélags á sumardaginn fyrsta

Vefur Hins íslenska þjóðvinafélags hefur fengið nýtt útlit og er formlega tekinn í notkun í dag, 21. apríl 2016, á sumardaginn fyrsta. Í dag er einnig haldin Hátíð Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn en Jón Sigurðsson var fyrsti forseti Hins íslenska þjóðvinafélags.

Lesa meira
Andvari 2015

Andvari 2015 kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Aðalgrein  Andvara að þessu sinni er æviþáttur um Rannveigu Þorsteinsdóttur, alþingismann og lögfræðing, eftir Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfisráðherra. 

Lesa meira
Andvari 2014

Andvari 2014 kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Aðalgrein ritsins að þessu sinni er æviágrip Lúðvíks Jósepssonar, alþingismanns og ráðherra, eftir Svavar Gestsson.

Lesa meira

Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags 2014

Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags var haldinn í Alþingishúsinu, fundarsal Alþingis, fimmtudaginn 9. október 2014. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus, var kosin forseti, fyrst kvenna í sögu félagsins

Lesa meira

Andvari 2013 kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Þetta er 138. árgangur ritsins, hinn fimmtugasti og fimmti í nýjum flokki.

Aðalgreinin í ár er æviágrip Vilhjálms Þór eftir Jón Sigurðsson  rekstrarhagfræðing.

Lesa meira