Samkomulag milli Hins íslenska þjóðvinafélags og Háskóla Íslands

Hinn 6. nóvember 2018 undirrituðu rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, og forseti Hins íslenska þjóðvinafélags, Guðrún Kvaran, samkomulag um skiptingu kostnaðar við útgáfu tveggja rita, Almanaks Háskóla Íslands og Almanaks Hins íslenska þjóðvinafélags.        

Með samningi þessum hefur samkomulag og minnisatriði vegna útgáfu Almanaks Háskóla Íslands, dags. 25. september 2007, ekki gildi lengur og hið sama á við um samkomulag rektors og framkvæmdastjóra Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins frá júlí 1984. 

Háskólaútgáfan annast útgáfu beggja rita, sölu þeirra, kynningu og dreifingu.