Nýr vefur Hins íslenska þjóðvinafélags á sumardaginn fyrsta
Vefur Hins íslenska þjóðvinafélags hefur fengið nýtt útlit og er formlega tekinn í notkun í dag, 21. apríl 2016, á sumardaginn fyrsta. Í dag er einnig haldin Hátíð Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn en Jón Sigurðsson var fyrsti forseti Hins íslenska þjóðvinafélags.
Vefur Hins íslenska þjóðvinafélags veitir upplýsingar um skipan stjórnar félagsins hverju sinni og það nýjasta í útgáfustarfsemi félagsins, en Andvari og Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags koma út árlega. Einnig er á vefnum sögulegur fróðleikur, m.a. yfirlit yfir alla forseta félagsins frá stofnun þess 1871. Í borða á forsíðu vefsins birtast til skiptis ljósmyndir af forsetum félagsins. Lög félagsins frá 1873 voru skönnuð inn í tengslum við uppfærslu vefsins og eru nú aðgengileg á honum.