Fréttir

7.4.2022

Andvari 2022 kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út.

Aðalgrein Andvara 2022 er æviágrip Svövu Jakobsdóttur rithöfundar og alþingismanns. Höfundur er Birna Bjarnadóttir, rannsóknalektor við Háskóla Íslands. Birna fjallar þar um bernsku og æsku Svövu á Íslandi og í Vesturheimi, ferðalag hennar á höfundarbrautina, helstu höfundareinkenni og þjóðmálastarf.

Aðrar greinar í heftinu eru eftir Guðrúnu Kvaran, Gunnar Stefánsson, Láru Magnúsardóttur, Hjalta Hugason, Arngrím Vídalín, Ólaf Kvaran, Þóri Óskarsson, Kjartan Már Ómarsson, Sigurjón Árna Eyjólfsson, Gunnar Skarphéðinsson og Jón Sigurðsson.

Ritstjóri Andvara er Ármann Jakobsson. Þetta er 147. árgangur Andvara en hinn 64. í nýjum flokki. Ritið er að þessu sinni 270 síður. Aðsetur ritsins er nú hjá Háskólaútgáfunni í aðalbyggingu Háskóla Íslands.