Um Félagið
Hið íslenska þjóðvinafélag var stofnað árið 1871 af 17 alþingismönnum og var markmið þess í upphafi að halda uppi réttindum Íslendinga, efla samheldni og stuðla að framförum lands og þjóðar á sem flestum sviðum.
Með tímanum varð útgáfa meginviðfangsefni félagsins sem hóf að gefa út tímaritið Andvara árið 1874. Árið 1875 gaf félagið fyrst út Almanak Hins íslenska Þjóðvinafélags sem naut strax mikilla vinsælda. Bæði ritin koma enn út.
Fyrsti forseti félagsins var Jón Sigurðsson, 1871–1879. Núverandi forseti, frá 2014, er dr. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus.