Andvari 2016
Aðalgreinin er æviágrip Ólafs Björnssonar, prófessors og alþingismanns, eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Ólafur var lengi prófessor við viðskiptadeild Háskóla Íslands og einn fremsti hagfræðingur sinnar samtíðar í landinu. Hann var einnig áhrifamikill í stjórnmálum um skeið.
Annað efni er sem hér segir:
- Björn Þorsteinsson ritar um Pál Skúlason, heimspekiprófessor og rektor Háskóla Íslands, og þátt hans í almennri menningarumræðu á sinni tíð.
- Auður Aðalsteinsdóttir skrifar um Stóra skjálfta og aðrar sögur eftir Auði Jónsdóttur.
- Vésteinn Ólason ritar hugleiðingu um Aðventu Gunnars Gunnarssonar.
- Kristján Eiríksson fjallar um doktorsrit Soffíu Auðar Birgisdóttur, „Ég skapa - þess vegna er ég, um skrif Þórbergs Þórðarsonar“.
- Eftir Guðrúnu Kvaran er greinin „Þýðing þriggja guðspjalla“.
- Loks er ítarleg grein eftir Hjalta Þorleifsson um lífhyggju í verkum Sigurðar Nordals, einkum um rit hans kringum 1920, Fornar ástir og fyrirlestrana Einlyndi og marglyndi.
- Gunnar Stefánsson skrifar að vanda pistilinn „Frá ritstjóra“ og fjallar þar um stjórnmálviðburði á árinu, forsetakosningar og afsögn forsætisráðherra í apríl.
Ritstjóri Andvara er Gunnar Stefánsson.